Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag tilbúinn fyrir nýja áskorun
Mynd: Getty Images
Erik Ten Hag stjóri Ajax segist vera tilbúinn til að þjálfa lið utan Hollands. Hann hefur verið orðaður við stjórastól Manchester United.

Ralf Rangnick hefur tekið við sem stjóri Man Utd en hann mun stýra liðinu út þessa leiktíð en United mun þá ráða nýjan stjóra og Ten Hag hefur verið nefndur til sögunnar.

Hann stjóri Ajax en hann hefur frá árinu 2012 alltaf þjálfað í Hollandi fyrir utan tvö ár með varaliði Bayern munchen.

„Ég held ég sé tilbúinn til að þjálfa erlendis, ég myndi glaður taka þeirri áskorun. Ég er ekki að sækjast eftir því, ef það gerist aldrei þá myndi ég ekki segja að þjálfaraferillinn hafi mistekist,sagði Ten Hag.

Hann þjálfaði Van De Beek hjá Ajax en hann er á mála hjá United og hefur ekki fengið mörg tækifæri. Ten Hag heldur góðu sambandi við Van de Beek og hann segir það algjör synd hvernig þetta hefur farið hjá United til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner