Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 05. desember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski útilokar ekki að spila á næsta heimsmeistaramóti
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski segist ekki geta útilokað þann möguleika að spila á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir fjögur ár.

Lewandowski, sem er 34 ára gamall, skoraði í síðustu spyrnu leiksins er Pólland tapaði fyrir Frakklandi, 3-1, í 16-liða úrslitum HM í Katar í gær.

Margir eru á því að þarna hafi Lewandowski verið að spila á HM í hinsta sinn en framherjinn vill þó ekki útiloka þann möguleika að spila á næsta móti.

„Ég veit það ekki. Ég þarf að njóta þess að spila leikinn. Það verður það mikilvægasta í þessu og jafnvel í náinni framtíð. Það er auðvitað öðruvísi þegar við reynum að sækja en þegar við reynum að spila varnarsinnað þá er lítil gleði í þessu,“ sagði Lewandowski eftir leikinn.

Lewandowski verður á 38 aldursári þegar næsta heimsmeistaramót fer fram en aldrei hægt að segja aldrei. Roger Milla var 42 ára gamall þegar hann spilaði með Kamerún á HM árið 1994 og skoraði meira að segja eitt mark gegn Rússum í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner