Tveir Bestudeildardómarar eru hættir störfum og hafa fengið viðurkenningu frá KSÍ fyrir vel unnin störf.
Annar þeirra er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og hinn er Oddur Helgi Guðmundsson, FIFA aðstoðardómari sem hefur verið meðal allra fremstu aðstoðardómara í íslenskum fótbolta.
Þeim var þakkað fyrir vel unnin störf á landsdómararáðstefnu í nóvember en þeir munu báðir halda áfram að starfa að dómaramálum hér á landi, sem eftirlitsmenn og lærifeður og hæfileikamótun ungra dómara.
Athugasemdir