Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 05. desember 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vitor Roque búinn að kveðja stuðningsmenn
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brasilíska vonarstjarnan Vitor Roque er búinn að kveðja stuðningsmenn Athletico Paranaense í heimalandinu fyrir brottflutning sinn til Spánar.

„Ég gerði mitt besta fyrir Athletico en það er draumur minn að spila fyrir Barca. Ég er að vinna í hugarfarinu mínu, ég þarf að vera auðmjúkur þegar ég kem til Barca. Ég þarf að leggja mikla vinnu á mig. Ég vona að ég verði tilbúinn í það, ég vil gera mitt besta fyrir Barca," sagði Roque eftir að hafa kvatt stuðningsmennina.

Roque er búinn að semja við Barcelona en óljóst var hvort að spænska stórveldið gæti skráð hann til leiks í janúar, til að brjóta ekki fjármálareglur La Liga deildarinnar. Nú hefur leikmaðurinn hins vegar fengið grænt ljós frá stjórnendum Barca og er félagið að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra - með 30 auka milljónir í árangurstengdar aukagreiðslur.

Roque er 18 ára gamall. Hann skoraði 21 mark og gaf 8 stoðsendingar í 45 leikjum með Athletico á árinu.

Hann á einn A-landsleik að baki fyrir Brasilíu eftir að hafa skorað 8 mörk í 11 leikjum fyrir U20 liðið.

Hjá Barcelona mun Roque læra af pólsku goðsögninni Robert Lewandowski og verður hann einn af tveimur Brasilíumönnum í sterkum leikmannahópi ásamt kantmanninum knáa Raphinha.

Barca vann spænsku deildina á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti sem stendur, fjórum stigum eftir toppliðum Real Madrid og Girona.


Athugasemdir
banner
banner