Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Topplið La Liga féll gríðarlega óvænt úr bikarnum
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid.
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Atletico Madrid, er úr leik í spænska bikarnum.

Lærisveinar Diego Simeone heimsóttu Cornella, sem er í C-deild spænsku úrvalsdeildarinnar.

Svo fór að Cornella vann leikinn 1-0 með sigurmarki sem var skorað á sjöundu mínútu. Simeone gerði margar breytingar á byrjunarliði sínu en samt sem áður voru margir öflugir leikmenn í liðinu eins og Jose Gimenez, Joao Felix og Angel Correa.

Cornella fer áfram í þriðju umferð en Atletico situr eftir. Atletico er á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með tveggja stiga forskot og tvo leiki til góða á næsta lið, Real Madrid.

Það er einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Klukkan 20:00 verður flautað til leiks Baskalandi þar sem Athletic Bilbao tekur á móti Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner