Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 06. janúar 2023 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford: Hef sjaldan verið jafn góður
Mynd: EPA

Marcus Rashford framherji Manchester United var stórkostlegur í 3-1 sigri liðsins gegn Everton í Enska bikarnum í kvöld.


Hann lagði upp tvö fyrstu mörkinn og skoraði síðasta markið af vítapunktinum á lokasekúndum leiksins.

„Það er alltaf gaman að komast áfram í bikar, þetta er einstök keppni. Við erum ánægðir með að komast áfram og mikilvægara að halda dampi," sagði Rashford.

United hefur unnið í sex síðustu leikjum í öllum keppnum. Rashford er með 13 mörk og 6 stoðsendingar í 24 leikjum.

„Ég hef sjaldan verið jafn góður, hvað varðar markaskorun. Mér líður vel á vellinum og ef við höldum áfram að búa til færi hef ég trú á því að ég haldi áfram að skora," sagði Rashford í viðtali hjá ITV.

Roy Keane sagðist ætlast til að sjá svona frammistöðu frá Rashford í hverri viku.

„Hann er með sjálfstraust. Þegar hann fer einn á einn þá mun hann vinna það einvígi," sagði Keane.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner