Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. janúar 2023 23:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Aspas hetja Celta í botnslag - Ekkert gengið hjá Valencia eftir HM
Mynd: Getty Images

Áhugaverðir leikir voru í botnbaráttunni í spænsku deildinni í kvöld. Cadiz kom sér upp úr fallsæti í bili að minnsta kosti með 1-0 sigri á Valencia sem hefur tapað báðum deildarleikjum sínum eftir HM hléið.


Þá skoraði Iago Aspas eina mark leiksins í sigri Celta Vigo á útivelli gegn Elche sem er í miklu brasi í deildinni, aðeins með fjögur stig eftir 16 leiki og er nú 11 stigum frá fallsæti.

Markið kom eftir aðeins fimm mínútna leik en þetta var mjög jafn leikur og Elche fékk svo sannarlega tækifæri til að jafna metin en það tókst ekki.

Bæði lið fengu tækifæri í upphafi síðari hálfleiks en Aspas fékk besta færið þegar hann reyndi að vippa yfir markvörð Elche sem var kominn út í skógarferð en boltinn fór vel yfir markið.

Elche 0 - 1 Celta
0-1 Iago Aspas ('5 )
Rautt spjald: Pedro Bigas, Elche ('90)

Valencia 0 - 1 Cadiz
0-1 Ruben Alcaraz ('9 )


Athugasemdir
banner
banner