Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg einn af bestu mönnum Burnley
Jóhann Berg fagnar marki sínu.
Jóhann Berg fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson var einn af betri mönnum Burnley þegar liðið gerði jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Brighton leiddi 1-0 í hálfleik en íslenski landsliðsmaðurinn jafnaði fyrir Burnley í seinni hálfleiknum.

Boltinn barst til Jóhanns í teignum og hann skoraði með góðu skoti. Robert Sanchez í marki Brighton kom engum vörnum við.

Jóhann Berg fær sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum frá staðarmiðlinum LancsLive. Það er hæsta einkunn sem leikmaður Burnley fær í leiknum en Jóhann Berg og fimm aðrir fá þá einkunn.

„Hann var á stönginni þegar Lewis Dunk skoraði en hann meira en bætti upp fyrir það með marki," segir í umsögn um frammistöðu Jóhanns.

Jóhann Berg hefur verið mikið meiddur að undanförnu en hefur á nýju ári náð að spila sex leiki á þessu ári til þessa. Hann var í byrjunarliði í dag og þakkaði fyrir traustið með sínu fyrsta deildarmarki síðan 10. ágúst 2019.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Langþráð mark hjá Jóa Berg
Athugasemdir
banner
banner