Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. febrúar 2023 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Njarðvík fær lánsmann frá Kortrijk (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Getty Images

Njarðvík er búið að tryggja sér A-landsliðsmann Malasíu á lánssamningi frá belgíska úrvalsdeildarfélaginu K.V. Kortrijk.


Luqman Hakim mun spila með Njarðvík í sumar og hjálpa félaginu í komandi átökum Lengjudeildarinnar, eftir að Njarðvíkingar rúlluðu yfir 2. deildina í fyrra.

Luqman er aðeins tvítugur og var á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu fótboltamenn heims árið 2019. Hann hefur verið á mála hjá Kortrijk í rúmlega tvö ár 

Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig Luqman tekst að fóta sig í Lengjudeildinni eftir að hafa verið eitt mesta efni Asíu fyrir nokkrum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner