Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan er bikarleikur gegn Leicester annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og fer fram á Old Trafford, heimavelli United.
Amorim var m.a. spurður út í Marcus Rashford sem var lánaður til Aston Villa undir lok gluggans. Hann hafði ekki spilað með United síðan 12. desember.
Amorim var m.a. spurður út í Marcus Rashford sem var lánaður til Aston Villa undir lok gluggans. Hann hafði ekki spilað með United síðan 12. desember.
„Eins og við höfum sagt áður þá erum við að berjast fram á sumar fyrir okkar starfi. Ég er bara einbeittur á leikina sem eru framundan."
„Varðandi Marcus, hann er í Birmingham núna hjá Unai (Emery), svo það er hægt að fara með þessar spurningar til annars þjálfara, við erum bara einbeittir á okkar leikmenn."
Það eru ekki margir kostir fyrir Amorim í framlínunni. Alejandro Garnacho og Amad Diallo eru einu kantmennirnir en þeir Bruno Fernandes, Christian Eriksen og Kobbie Mainoo geta einnig spilað í stöðunum tveimur fyrir aftan þá Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee sem reyndar byrjuðu ekki síðasta leik heldur var Mainoo fremstur.
„Við verðum að finna leikmenn sem geta spilað aðrar stöðu, það sést á því hvernig við spilum að þetta mun taka tíma."
„Amad getur skorað meira, Bruno getur skorað meira, Kobbie Mainoo getur skorað meira með því að spila framar á vellinum. Við verðum að bæta okkur sem lið," sagði Amorim.
Athugasemdir