Real Sociedad 2 - 0 Osasuna
1-0 Ander Barrenetxea ('21 )
2-0 Brais Mendez ('31 )
Rautt spjald: Alejandro Catena, Osasuna ('35)
1-0 Ander Barrenetxea ('21 )
2-0 Brais Mendez ('31 )
Rautt spjald: Alejandro Catena, Osasuna ('35)
Real Sociedad er komið áfram í undanúrslit spænska konungsbikarsins eftir sigur á Osasuna í kvöld.
Liðin áttust við í deildinni um síðustu helgi þar sem Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varramaður og skoraði sárabótamark fyrir Sociedad í 2-1 tapi.
Hann byrjaði aftur á bekknum í kvöld en fyrirliðinn Mikel Oyarzabal var í fremstu víglínu. Oyarzabal lagði upp bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik.
Sociedad var manni fleiri frá 35. mínútu en tókst ekki að bæta við mörkum. Orri Steinn kom inn á fyrir Oyarzabal eftir tíu mínútna leik i seinni hálfleik. Barcelona er að spila gegn Valencia þessa stundina í síðasta leik átta liða úrslitanna en þar er staðan 1-0 fyrir Barcelona eftir fiimm mínútna leik.
Athugasemdir