
Kvennalið Arsenal varð deildabikarmeistari í sjötta sinn er það vann Chelsea, 3-1, í úrslitunum á Selhurst Park í Lundúnum í gær.
Ástralska landsliðskonan Sam Kerr kom Chelsea í forystu á 2. mínútu með laglegum skalla í slá og inn.
Stina Blackstenius jafnaði fyrir Arsenal fjórtán mínútum síðar er skot Fridu Maanum fór af varnarmanni Chelsea og inn í teiginn á Blackstenius sem skoraði af stuttu færi.
Átta mínútum síðar kom Kim Little liði Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu.
Undir lok fyrri hálfleiks skoraði NIamh Charles sjálfsmark eftir aukaspyrnu frá hægri.
Chelsea átti nokkra fína sénsa í síðari hálfleiknum en náði ekki að setja annað mark á leikinn og lokatölur því 3-1 Arsenal í vil. Sjötti deildabikarsigur Arsenal en ekkert lið hefur unnið bikarinn jafn oft og Arsenal.
Athugasemdir