Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bætti markamet Fowler
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, er nú markahæsti leikmaður félagsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann bætti það með tveimur mörkum sínum í 7-0 stórsigrinum á Manchester United í gær.

Robbie Fowler átti markamet Liverpool í úrvalsdeildinni en hann skoraði 128 mörk á tíma sínum hjá félaginu.

Salah var aðeins tveimur mörkum frá því að bæta metið og var greinilega staðráðinn í því að bæta það.

Egyptinn var besti maður Liverpool í leiknum. Hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum og er metið því í hans eign.

Salah er með 129 deildarmörk í 205 leikjum en hann á nú eitthvað í að verða markahæsti leikmaður félagsins í öllum keppnum.

Ian Rush á það met með 346 mörk en Salah er með 178 mörk í öllum keppnum. Salah er í 7. sæti á listanum en mun bráðlega taka fram úr Fowler (183 mörk) og Steven Gerrard (186 mörk).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner