Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Ingvar framlengir í Grafarvogi
Mynd: Fjölnir
Varnarmaðurinn Daníel Ingvar Ingvarsson verður hjá Fjölni til 2025 eftir að hafa framlengt samning sinn við félagið í gær.

Daníel Ingvar, sem er fæddur árið 2004, var mikilvægur hluti af 2. flokki félagsins á síðasta ári er það varð Íslandsmeistari og þá spilaði hann einnig með Vængjum Júpíters í 3. deildinni.

Hann kom við sögu í tveimur leikjum með Fjölni undir lok tímabilsins og skoraði þar meðal annars tvö mörk í 5-1 sigri á Aftureldingu.

Daníel hefur nú framlengt samning sinn við Fjölni til loka árs 2025 en þetta kom fram í tilkynningu félagsins í gær.

Fjölnir hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári.
Athugasemdir
banner