Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 06. mars 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Dybala skrifar til stuðningsmanna Juventus
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala leikmaður Roma hefur skrifað til stuðningsmanna Juventus og útskýrt fagnaðarlæti sín í 1-0 sigri Roma í viðureign liðanna í gær.

Dybala er fyrrum leikmaður Juventus og það gerði marga stuðningsmenn Juve reiða að sjá Dybala fagna á hliðarlínunni.

„Ég veit að þetta er erfitt fyrir ykkur og þetta er lika erfitt fyrir mig. En nú spila ég fyrir annað félag og með öðrum liðsfélögum og verð að sýna þeim virðingu. Þetta var mjög mikilvægur sigur. Virðingin verður áfram til staðar, ekki láta samfélagsmiðla blekkja ykkur," skrifaði Dybala.

„Ég fagnaði bara með liðsfélögum mínum. Mér finnst leiðinlegt að einhverjir segi það óvirðingu. Ég gef ykkur öll faðlmlag."

Dybala yfirgaf Juventus sumarið 2022 en hann fékk ekki nýjan samning hjá félaginu. Dybala var ein helsta stjarna Juventus í sjö ár og skoraði 115 mörk í 293 leikjum. Á þessu tímabili er hann með 12 mörk í 24 mótsleikjum fyrir Roma.


Athugasemdir
banner
banner
banner