Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. mars 2023 11:33
Elvar Geir Magnússon
Ísland býr sig undir Bosníuleikinn á æfingasvæði Bayern
Icelandair
Sadio Mane á æfingasvæði Bayern München.
Sadio Mane á æfingasvæði Bayern München.
Mynd: Getty Images
Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Íslenska landsliðið mun koma saman í München í Þýskalandi nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Bosníu.

Þar mun liðið taka tvær æfingar á æfingasvæði stórliðsins Bayern München og einnig æfa á öðrum æfingavöllum í borginni.

Gestaliðið á rétt á að æfa í klukkustund á keppnisvellinum daginn fyrir leik, miðvikudaginn 22. mars, en Ísland ætlar ekki að nýta sér það í Bosníu. Þess í stað verður æft á æfingasvæði Bayern Munchen í Þýskalandi í hádeginu daginn fyrir leik og svo flogið til Sarajevo.
Athugasemdir
banner