Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. mars 2023 09:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Reyes skiptir í Ægi frá Kórdrengjum
Lengjudeildin
Í leik með Víkingi Ólafsvík.
Í leik með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 25 ára gamli Kristófer Jacobson Reyes hefur fengið félagaskipti til Þorlákshafnarliðsins frá Kórdrengjum þar sem hann lék í fyrra.

Kristófer er miðvörður sem uppalinn er á Snæfellsnesi og er bæði með íslenskan og filippeyskan ríkisborgararétt.

Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur sumarið 2014 en fyrir sumarið 2016 skipti hann í Fram. Þremur árum síðar sneri hann svo aftur til baka til Ólafsvíkur og var þar í tvö tímabil áður en Fjölnir fékk hann í sínar raðir fyrir tímabilið 2021. Svo fór hann í Kórdrengi og lék þrettán deidlarleiki í fyrra og skoraði tvö mörk.

Hann lék sinn fyrsta leik með Ægi í 1-2 sigri gegn KFG á laugardag. Að öllu óbreyttu verður Ægir í Lengjudeildinni á komandi tímabili, tekur sæti Kórdrengja sem verða ekki með í sumar. Það er þó alls ekki víst að ekkert breytist því KV hefur kært þá niðurstöðu að Ægir fái sætið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner