
Slúðurlestin er á fullri ferð og um borð eru Abraham, Moyes, Maddison, McTominay, Mbappe, Nelson og fleiri. Vonandi eigið þið góðan dag!
Manchester United er að fylgjast með Tammy Abraham (25), sóknarmanni Roma. Hans fyrrum félag Chelsea er þó með forkaupsrétt á enska landsliðsmanninum, félagið setti ákvæði um að geta keypt hann til baka á 71 milljón punda þegar hann var seldur til Ítalíu. (Athletic)
Stjórn West Ham treystir David Moyes og ætlar ekki að gera stjórabreytingar þó liðið sé einu stigi frá fallsæti. (Mail)
Bjartsýni ríkir hjá Newcastle um að brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes (25) skrifi undir nýjan langtímasamning við félagið. (Football Insider)
James Maddison (26) hjá Leicester er á blaði hjá Newcastle fyrir sumargluggann. Scott McTominay (26), skoski miðjumaðurinn hjá Manchester United, er þar einnig. (Football Insider)
Kylian Mbappe (24) segist mjög ánægður hjá Paris St-Germain og að framtíð hans ráðist ekki á því hvort liðið komist áfram í Meistaradeildinni. (90 Min)
Samningur Reiss Nelson (23) við Arsenal rennur út í sumar. Þó áætlað sé að ræða við hann um framlengingu er samkomulag ekki komið í sjónmál. (90 Min)
Barcelona vill fá franska framherjann Marcus Thuram (25) á frjálsri sölu frá Borussia Mönchengladbach í sumar. (Fichajes)
Lánssamningur Pablo Marí (29), varnarmanns Arsenal, innihélt ákvæði um að Arsenal fengi 5,9 milljónir punda frá Monza fyrir leikmanninn ef ítalska liðið heldur sér í deildinni. Monza er á góðri leið með að gera það. (Football London)
Oxford United ætlar að reyna að fá Dean Holden, fyrrum leikmann Vals, til að taka við liðinu eftir að Karl Robinson var rekinn. Holden er stjóri Charlton. (Mail)
Baráttan um franska miðjumanninn Houssem Aouar (24) hjá Lyon hefur harðnað. Napoli hefur blandað sér í baráttuna við AC Milan, Roma, Eintracht Frankfurt og Real Betis. (Calciomercato)
Athugasemdir