Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. mars 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Náttúruaflið Nunez - „Enginn mun efast"
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: Getty Images
Kaup Liverpool á úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez hafa verið mikið í deiglunni á þessu tímabili en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool. segir að það sé ekki lengur hægt að efast hann.

Nunez var keyptur fyrir 64 milljónir punda frá Benfica síðasta sumar en verðmiðinn getur hækkað upp í 85 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Verðmiðinn þótti frekar hár fyrir leikmann sem hafði aðeins átt eitt gott tímabil í portúgölsku deildinni.

Úrúgvæinn byrjaði vel og skoraði strax í sigri á Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn og gerði slíkt hið sama í fyrsta deildarleiknum gegn Fulham.

Færanýtingin var þó langt frá því að vera góð og einblíndu fjölmiðlar á það en tölfræðin þó sýnt að hann sé stanslaust að skapa sér hættulegar stöður í sóknarlínunni og þyrfti bara að skerpa færanýtinguna.

Undanfarnar vikur hefur hann verið stórhættulegur og er liðið betra þegar hann er í liðinu en þegar hann er fjarverandi. Í gær skoraði hann tvö mörk í 7-0 sigri á Manchester United og er nú kominn með 14 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Klopp segir þetta aðeins vera byrjunina.

„Þetta var ein besta frammistaða sem ég hef séð í langan tíma og það gátu margir séð hversu góðir þessir strákar geta verið. Það efast enginn um hvaða áhrif Darwin mun hafa í framtíðinni því hann er algjört náttúruafl og Cody spilar á erfiðasta svæðinu á vellinum gegn liði sem spilar maður á mann og það getur verið snúið, en sjáðu bara hvernig hann heldur sér á á löppunum og býr til yfirsýn fyrir alla í liðinu. Mo er svo alltaf Mo!“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner