Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. mars 2023 10:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Richards tekur einn fyrir: Einungis tíu inná hjá Man Utd
Antony í baráttunni í gær.
Antony í baráttunni í gær.
Mynd: EPA
Manchester United var einungis að spila með tíu menn í stað ellefu þegar liðið tapaði sögulega stórt, 7-0, gegn Liverpool á Anfield í gær. Þetta segir sérfræðingurinn Micah Richards sem lék á sínum tíma með Manchester City.

Richards var akkúrat ekkert hrifinn af því hvernig Antony spilaði leikinn þegar hann var ekki með boltann. Antony hafi ekki sinnt sínum skyldum á hægri vængnum.

Antony, sem kom frá Ajax síðasta sumar á rúmlega 85 milljónir punda, hjálpaði Diogo Dalot afskaplega takmarkað í varnarvinnunni á hægri kantinum þar sem Andy Robertson náði að sýna margar af sínum bestu hliðum.

„Það voru engin samskipti milli Dalot og Antony, það var eins og að spila með tíu inná því Antony var ekki að vinna sína vinnu á þessari hlið vallarins," sagði Richards í Match of the Day á BBC.

„Við vitum öll hversu góðir Robertson og Trent (Alexander-Arnold) eru í bakvarðastöðunum og maður myndi halda að Antony myndi reyna komast nær Robertson," bætti Richards við.

Sjá einnig:
Einkunnir leikmanna að mati Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner