Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 06. mars 2023 11:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Scholes um Weghorst: Ekki næg gæði til að spila fyrir Man United
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, sagði sína skoðun á framherjanum Wout Weghorst eftir leikinn gegn Liverpool í gær. Hollendingurinn er á láni frá Burnley út tímabilið.

Weghorst hefur byrjað alla leiki United síðan hann kom í janúar og hjálpaði liðinu að vinna deildabikarinn á dögunum.

Hann, líkt og allir í liði United, átti ekki sinn besta dag í 7-0 tapinu gegn Liverpool í gær.

„Hann er tía eða framherji í liði Manchester United sem er í liðinu út af varnarhlutverki sínu. Það er hann sem hleypur um, sýnir dugnað og öllum líkar að spila með út af því. En gæðalega séð, þú verður að vera með ákveðin gæði til að spila fyrir Man United... þau eru ekki til staðar," sagði Scholes.

Weghorst fór af velli í 58. mínútu í gær þegar staðan var orðin 3-0 fyrir heimamenn í Liverpool. Hann byrjaði leikinn fyrir aftan Marcus Rashford, hlutverki sem Erik ten Hag hefur stundum látið hann leysa, en oftast hefur hann þó spilað fremst á vellinum.

Weghorst hefur skorað eitt mark í fjórtán leikjum hjá United. Það mark kom gegn Nottingham Forest í undanúrslitum deildabikarsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner