Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. mars 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sesko skoraði þrennu á sjö mínútum
Mynd: EPA
Benjamin Sesko, sem hefur verið undir smásjá margra af stórliðum Evrópu, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á sjö mínútum í sigri RB Salzburg gegn Rapid Vín í austurrísku deildinni í gær.

Sesko er nítján ára gamall Slóveni sem keyptur var til RB Leipzig síðasta sumar en þá var ákveðið að hann færi ekki yfir til Þýskalands fyrr en eftir tímabilið sem nú er í gangi.

Leipzig, sem er systurfélag Salzburg, vann þá baráttu við Manchester United sem er áfram með Sesko á blaði hjá sér.

Mörkin hjá Sesko komu á 80. mínútu, 84. og 87. mínútu. Fyrsta markið kom Salzburg í 1-2 og var liðið með þriggja marka forskot sjö mínútum síðar. Rapid minnkaði svo muninn í uppbótartíma.

Salzburg er ríkjandi meistari og er með níu stiga forskot á Sturm Graz í öðru sætinu þegar tvær umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner