mán 06. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sigurinn á Man Utd sá stærsti frá upphafi
Mynd: Getty Images
7-0 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield í gær er sá stærsti frá upphafi.

Alls hafa liðin mæst 130 sinnum í deildinni frá 1895. Man Utd hefur unnið 69 leiki en Liverpool 61 leik.

Darwin Nunez, Mohamed Salah og Cody Gakpo skoruðu allir tvö mörk á Anfield í gær og þá gerði Roberto Firmino síðasta markið en þetta er stærsta tap United fyrir Liverpool í sögunni.

Liverpool vann 7-1 sigur á United fyrir 132 árum síðan í fyrsta leik liðanna og var það stærsti sigurinn fram að leiknum í gær og þá var þetta stærsta tap United í deildinni síðan 1931 er liðið tapaði fyrir Wolves með sömu markatölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner