Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. mars 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Skoruðu fimm mörk á 25 mínútna kafla
Mynd: EPA
Celtic er með níu stiga forystu á Rangers í skosku úrvalsdeildinni en liðið vann 5-1 útisigur gegn St Mirren þar sem öll mörk Celtic komu á 25 mínútna kafla.

St Mirren tók forystu í leiknum eftir sex mínútur þegar Mark O'Hara skoraði en vendipunktur leiksins kom á 38. mínútu þegar Charles Dunne fékk rauða spjaldið.

Celtic nýtti sér liðsmuninn og komst yfir með mörkum frá Jota og Alistair Johnston. Varamennirnir Liel Abada, Matt O’Riley og Oh Hyeon-gyu (víti) komust svo allir á blað.

Fyrsta mark Celtic kom á 56. mínútu en það fimmta og síðasta á 81. mínútu.

Ange Postecoglou stjóri Celtic byrjaði með sama lið og vann Rangers í úrslitaleik skoska deildabikarsins fyrir rúmri viku.
Athugasemdir
banner
banner