Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 06. mars 2023 09:19
Elvar Geir Magnússon
„Versta frammistaða sem sést hefur hjá leikmanni í deildinni“
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United.
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
„Bruno Fernandes ýtti aðstoðardómaranum. Hann lét eins og nefið á sér hefði sprungið þegar Ibrahima Konate kom við brjóstkassann á honum. Hann tók dýfu til að reyna að fá víti á Alisson. Hann elti ekki Stefan Bajcetic. Hann veifaði höndum þegar Erik ten Hag tók hann ekki af velli. Bruno Fernandes átti eina verstu frammistöðu sem við höfum séð frá úrvalsdeildarleikmanni, sérstaklega fyrirliða."

Svona hefst pistill Chris Sutton í Daily Mail þar sem hann gagnrýnir Bruno Fernandes harðlega fyrir hans spilamennsku í 7-0 tapinu gegn Liverpool á Anfield í gær.

Sutton segir að Bruno eigi skilið að fara í langt bann fyrir að ýta aðstoðardómaranum.

„Það er nógu slæmt að Liverpool sé að tortíma þér, en svo sérðu manninn með fyrirliðabandið láta Ten Hag heyra það fyrir að hafa ekki skipt sér út af. Er hann í alvöru leiðtogi sem aðrir eiga að fylgja?"

„Sama hvað þér finnst um Harry Maguire, sem er fyrirliði félagsins, þá myndir þú ekki sjá hann hegða sér svona á vellinum. Ten Hag tók á vandamálinu með Cristiano Ronaldo, nú þarf hann að taka á Bruno. Að mínu mati á hann ekki skilið að vera með fyrirliðabandið gegn Real Betis á fimmtudaginn," segir Sutton.


Athugasemdir
banner
banner
banner