
„Mér leið ótrúlega vel. Það fuku tíu kíló af mér þegar ég skoraði," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir landsliðskona í samtali við KSÍ.
Berglind skoraði loksins sitt fyrsta landsliðsmark í dag þegar Ísland vann 2-0 sigur gegn Slóvakíu í vináttulandsleik, í hennar 24. landsleik.
„Þetta var tilfinningaríkt og ég fór að gráta," segir Berglind í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Freyr Alexandersson sagði í viðtali við Fótbolta.net að þungu fargi hafi verið létt af Berglindi og í raun öllu liðinu.
„Við fögnuðum öll með henni. Þetta var gæsahúðar augnablik þrátt fyrir æfingaleik," sagði Freyr.
Athugasemdir