Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. maí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rauða spjald Vestergaard dregið til baka
Mynd: EPA
Jannik Vestergaard, varnarmaður Southampton, var rekinn af velli í 1-1 jafntefli gegn Leicester City um helgina.

Vestergaard var dæmdur brotlegur sem aftasti varnarmaður og sendur útaf í ljósi þess að hann var talinn hafa rænt upplögðu marktækifæri af Jamie Vardy.

Atvikið var skoðað í VAR og kom það áhorfendum heima í stofu því mjög á óvart þegar endursýningar sýndu greinilega að Vestergaard vann boltann áður en hann snerti sóknarmanninn.

Vestergaard fékk sjálfkrafa eins leiks bann fyrir vikið og ákvað Southampton að áfrýja málinu. Sú áfrýjun var tekin til greina og er búið að draga rauða spjald Vestergaard til baka.

Varnarmaðurinn getur því spilað næsta leik Southampton, sem er núna á laugardaginn gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner