fös 06. maí 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona voru liðin í úrslitaleiknum 2018
Karius var í markinu.
Karius var í markinu.
Mynd: Getty Images
Ronaldo var leikmaður Real Madrid.
Ronaldo var leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Bale er enn leikmaður Real en er ekki mikið inn í myndinni.
Bale er enn leikmaður Real en er ekki mikið inn í myndinni.
Mynd: EPA
Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þetta árið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í úrslitaleiknum því þau gerðu það einnig árið 2018. Þá fór Madrídarstórveldið með sigur af hólmi.

Salah meiddist
Eitt það umtalaðasta úr úrslitaleiknum 2018 var þegar Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Skærasta stjarna Liverpool, Salah, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik vegna meiðsla á öxl. Egyptinn lenti undir Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid. Salah reyndi að halda áfram en gat það ekki. Við það varð Sergio Ramos óvinur númer eitt hjá stuðningsfólki Liverpool.

Karius skúrkurinn og Bale hetjan
Það sem var þó líklega mest talað um í tengslum við þennan leik voru mistökin sem Loris Karius gerði í seinni hálfleik - mistök sem kostaði Liverpool leikinn.

Hægt er að lesa meira um leikinn með því að smella hérna.

Hvernig liðin hafa breyst
Það hafa orðið nokkuð margar breytingar á þessum tveimur liðum á síðastliðnum fjórum árum. Cristiano Ronaldo er ekki lengur í liði Madrídinga og Liverpool er með miklu betri markvörð núna.

En hvernig voru byrjunarliðin 2018? Þau voru svona:

Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Van Dijk, Lovren, Robertson, Milner, Henderson, Wijnaldum, Salah, Mane, Firmino.

Real Madrid: Navas, Carvajal, Ramos, Varane, Marcelo, Kroos, Modric, Casemiro, Ronaldo, Benzema, Isco.

Það eru enn nokkrar vikur í úrslitaleikinn í París, en líkleg byrjunarlið fyrir þann leik eru svona:

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Robertson, Henderson, Fabinho, Thiago, Salah, Mane, Jota.

Real Madrid: Courtois, Militao, Mendy, Carvajal, Nacho, Casemiro, Kroos, Modric, Vinicius, Valverde, Benzema.

Liverpool vann keppnina síðast 2019, en Real tókst síðast að vinna hana er þeir unnu lærisveina Jurgen Klopp síðast í úrslitaleik. Hvað gerist núna?
Athugasemdir
banner
banner