Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. maí 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Örn spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjólari frá Matta Villa
Hjólari frá Matta Villa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórða umferð Bestu deildar karla hefst í kvöld með leik FH og Vals í Kaplakrika. Umferðin heldur áfram með fjórum leikjum á morgun og lýkur með leik Leiknsi og Víkings á sunnudag.

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson, sem spilar með Vålerenga í Noregi, spáir í leiki umferðarinnar.

Svona spáir Viðar leikjunum:

FH 2 - 2 Valur
Stál í stál. FH koma til baka eftir skell í Kóp. Matti Villa skorar úr hjólhestarspyrnu. Aron Jó jafnar og Hólmar fær gult fyrir munnsöfnuð

ÍA 1 - 2 Breiðablik
Hörkuleikur þar sem við fáum að sjá 2 víti og 1 rautt

Keflavík 2 - 1 ÍBV
Joey Gibbs setur 2 og Gaui Lýðs skorar beint úr horni enda verður vindur í Keflavík á morgun

Stjarnan 4 - 3 Fram
Verður líklega næst skemmtilegasti leikur sumarsins so far. Framarar verið að bæta sig jafnt og þétt og Stjörnumenn búnir að vera flottir. Dolli verður með þrennu

KR 2 - 1 KA
Elmar verður maður leiksins og Stubburinn verður á eldi. Kjartan Henry setur eitt og fær síðan rautt og það sýður uppúr í kjölfarið

Leiknir 1-2 Víkingur
Verður hörkuleikur í Breiðholtinu og Víkingar munu bounce back eftir síðustu umferð. Verður 1-0 fyrir Leikni þangað til á 8. mínútu en þá tekur Daninn stóri málin í sínar hendur. Ottesen fær gult fyrir að hlaupa inná völlinn að fagna sigurmarkinu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner