Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 06. júní 2020 16:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Dortmund og Hertha: Haaland enn meiddur
Götze að eignast sitt fyrsta barn
Hakimi og Guerreiro eru öflugir á vængjunum.
Hakimi og Guerreiro eru öflugir á vængjunum.
Mynd: Getty Images
Piatek er kominn með þrjú mörk í tíu leikjum eftir að hafa skrifað undir hjá Hertha í janúar.
Piatek er kominn með þrjú mörk í tíu leikjum eftir að hafa skrifað undir hjá Hertha í janúar.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund og Hertha Berlin mætast í stórleik í þýska boltanum sem hefst klukkan 16:30.

Byrjunarliðin hafa verið kynnt og er norski táningurinn Erling Braut Haaland hvergi sjáanlegur. Hann er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Mario Götze er þá einnig utan hóps. Hann er á spítala ásamt eiginkonu sinni þar sem þau bíða eftir frumburðinum.

Julian Brandt, Thorgan Hazard og Jadon Sancho munu leiða sóknarlínu Dortmund í erfiðum leik gegn afar sterku liði Hertha.

Vedad Ibisevic og Dodi Lukebakio byrja í liði Hertha og þá er pólski markaskorarinn Krzysztof Piatek á bekknum ásamt Alexander Esswein.

Finna má menn á borð við Marko Grujic og Dedryck Boyata í liði Hertha og verður áhugavert að fylgjast með þessum stórleik á Viaplay.

Hertha er búið að vinna þrjá og gera eitt jafntefli eftir að deildin fór af aftur af stað. Dortmund er með þrjá sigra og eitt tap.

Dortmund: Bürki, Hakimi, Piszczek, Akanji, Guerreiro, Emre Can, Witsel, Delaney, Brandt, Hazard, Sancho
Varamenn:>/b> Hitz, Rente, Balerdi, Morey, Schmelzer, Pherai, Reyna, Führich, Raschl

Hertha: Jarstein, Pekarik, Skjelbred, Boyata, Grujic, Dilrosun, Mittelstädt, Torunarigha, Darida, Ibisevic, Lukebakio.
Varamenn: Smarsch, Stark, Piatek, Esswein, Klunter, Maier, Dardai, Ngankam, Samardzic.
Athugasemdir
banner
banner
banner