Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 06. júní 2020 15:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Hef verið að lesa Gazzettuna
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur með sína menn eftir 5-3 sigur á Fjölnismönnum, en æfingaleikurinn fór fram í blíðunni í Hafnarfirði klukkan 12:00 í dag.

Fjölnir komst yfir 2-0 en FH-ingar snéru því sér í haginn og komu sterkir til baka og unnu baráttusigur, 5-3.

„Fínn leikur, Fjölnir kemst yfir og við komum sterkt inn í leikinn aftur og ánægður með liðið, það hélt áfram. Fjölnir eru ekkert lélegt lið, börðust vel og voru skipulagðir og voru að stríða okkur verulega, menn eru búnir að vera leiðinlegir við þá, ég held að þeir eigi eftir að spjara sig mjög vel í sumar," sagði Óli í viðtali eftir leikinn.

Emil Hallfreðsson er búinn að vera mikið orðaður við FH seinustu vikur. Hann spilaði ekki í dag, en spurning hvort hann spili með FH í sumar.

„Nei nei, ég er búinn að vera lesa Gazzettuna og reyna lesa á ítölsku og finna út hvað er að gerast þar og það er einhvað óljóst þannig við erum ekkert að fókusera á það, en það sem gerist með Emil kemur bara í ljós en við einbeitum okkur að þeim næsta leik og þeim leikmönnum sem eru hérna núna," sagði Óli um stöðu Emils hjá FH.

Eftir að hafa fengið til sín Hörð Inga, Pétur Viðars, Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson eru FH-ingar ennþá að skoða í kringum sig.

„Eins og ég hef sagt þá er þetta alltaf lifandi með hópinn og það getur vel verið við bætum við okkur einum manni á næstu dögum og vikum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner