Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 06. júní 2020 15:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Hef verið að lesa Gazzettuna
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur með sína menn eftir 5-3 sigur á Fjölnismönnum, en æfingaleikurinn fór fram í blíðunni í Hafnarfirði klukkan 12:00 í dag.

Fjölnir komst yfir 2-0 en FH-ingar snéru því sér í haginn og komu sterkir til baka og unnu baráttusigur, 5-3.

„Fínn leikur, Fjölnir kemst yfir og við komum sterkt inn í leikinn aftur og ánægður með liðið, það hélt áfram. Fjölnir eru ekkert lélegt lið, börðust vel og voru skipulagðir og voru að stríða okkur verulega, menn eru búnir að vera leiðinlegir við þá, ég held að þeir eigi eftir að spjara sig mjög vel í sumar," sagði Óli í viðtali eftir leikinn.

Emil Hallfreðsson er búinn að vera mikið orðaður við FH seinustu vikur. Hann spilaði ekki í dag, en spurning hvort hann spili með FH í sumar.

„Nei nei, ég er búinn að vera lesa Gazzettuna og reyna lesa á ítölsku og finna út hvað er að gerast þar og það er einhvað óljóst þannig við erum ekkert að fókusera á það, en það sem gerist með Emil kemur bara í ljós en við einbeitum okkur að þeim næsta leik og þeim leikmönnum sem eru hérna núna," sagði Óli um stöðu Emils hjá FH.

Eftir að hafa fengið til sín Hörð Inga, Pétur Viðars, Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson eru FH-ingar ennþá að skoða í kringum sig.

„Eins og ég hef sagt þá er þetta alltaf lifandi með hópinn og það getur vel verið við bætum við okkur einum manni á næstu dögum og vikum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner