Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 06. júní 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraph: Cech og Lampard sannfærðu Werner fyrir Covid pásuna
Petr Cech og Frank Lampard vilja gera Chelsea að titilbaráttuliði.
Petr Cech og Frank Lampard vilja gera Chelsea að titilbaráttuliði.
Mynd: Getty Images
Félagaskipti Timo Werner til Chelsea virðast frágengin þrátt fyrir ummæli Oliver Mintzlaff, stjórnarmanns hjá RB Leipzig, um að ekkert tilboð hafi borist í leikmanninn.

Enskir fjölmiðlar eru vissir í sinni sök en greina jafnframt frá því að ekki er vitað hvenær félagaskiptin verða staðfest. Werner mun klára tímabilið með Leipzig og er mögulegt að skiptin verði ekki staðfest opinberlega fyrr en í ágúst.

Telegraph greinir frá því að Werner hafi valið Chelsea framyfir önnur félög á Englandi eftir fund með Petr Cech og Frank Lampard áður en allt var lokað vegna Covid.

Cech og Lampard fóru saman að hitta Werner og teymi hans og voru allir í kringum Werner mjög hrifnir af því sem var í boði hjá Chelsea.

Það verður áhugavert að sjá hvernig Werner tekst að fóta sig hjá Chelsea, sem er þegar með Tammy Abraham, Olivier Giroud og Michy Batshuayi í sínum röðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner