Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. júní 2023 20:49
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Nassr með ofurtilboð til Zaha
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Al-Nassr sé búið að bjóða Wilfried Zaha risasamning til að skipta yfir til Sádí-Arabíu á frjálsri sölu í sumar.


Zaha, sem er 30 ára gamall, verður samningslaus í sumar eftir átta ár hjá Crystal Palace. Zaha er uppalinn hjá Palace og hefur í heildina verið hjá félaginu í sautján ár.

Atletico Madrid og fleiri stórlið hafa sýnt Zaha áhuga á undanförnum vikum en hann gæti kosið að skipta til Sádí-Arabíu þar sem hann yrði samherji portúgölsku ofurstjörnunnar Cristiano Ronaldo.

Al-Nassr er að bjóða Zaha 15 milljónir punda í árslaun, sem eru um 288 þúsund pund í vikulaun. Þetta er talsvert betri samningur en evrópsk félög eru reiðubúin til að bjóða Zaha.

Zaha er fjölhæfur framherji sem leikur sem vinstri kantmaður að upplagi. Hann leikur fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar eftir að hafa spilað fyrir yngri landslið Englands, en hann á einnig tvo leiki að baki fyrir A-landsliðið.

Zaha hefur ekki tekið ákvörðun varðandi framtíðina þar sem hann getur valið á milli þess að spila í Meistaradeild Evrópu eða þéna um tvöfalt meira með því að spila í annari heimsálfu. 

Þá er ekki útilokað að leikmaðurinn kjósi að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner