Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   þri 06. júní 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho sækir í sumar
Houssem Aouar.
Houssem Aouar.
Mynd: EPA
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Roma er tilbúið að kynna miðjumanninn Houssem Aouar til leiks hjá félaginu.

Aouar mun ganga í raðir Roma á frjálsri sölu og skrifa undir samning sem gildir til ársins 2028.

Þetta er fyrsti leikmaðurinn sem Jose Mourinho, stjóri Roma, sækir í sumar.

Aouar hefur spilað með aðalliði Lyon frá árinu 2016 en hann er 24 ára gamall. Hann hefur núna ákveðið að breyta til og ætlar að takast á við nýja áskorun.

Hann á einn landsleik að baki með Frakklandi og þónokkra með yngri landsliðum Frakklands. Hann ákvað fyrir stuttu að skipta um landslið líka og spilar núna fyrir hönd Alsír.

Roma endaði í sjötta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner