Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal að fá heimsmeistara til að fylla í skarð Miedema
Caldentey.
Caldentey.
Mynd: EPA
Spænska landsliðskonan Mariona Caldentey er á leið til Arsenal en hún hefur náð samkomulagi við félagið um að ganga í raðir þess frá Barcelona.

Caldentey er 28 ára framherji sem varð heimsmeistari með spænska landsliðinu í fyrra og hefur leikið með Barcelona síðan 2014. Hjá Barcelona hefur hún unnið spænsku deildina fimm ár í röð og alls sex sinnum.

Hún á að baki 68 landsleiki og í þeim hefur hún skorað 24 mörk.

Arsenal hefur verið í leit að arftaka fyrir Vivianne Miedema sem er í leit að nýrri áskorun. Manchester City er talinn líklegasti áfangastaður hollensku markadrottningarinnar. Miedema verður 28 ára í sumar og hefur verið hjá Arsenal síðan 2017.

Ef allt gengur eftir mun Caldentey ganga í raðir Arsenal á frjálsri sölu í næsta mánuði.

Chelsea varð enskur meistari í vor, City endaði í 2. sæti með jafnmörg stig en lakari markatölu en Chelsea og Arsenal endaði í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner