Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea setur verðmiða á Lukaku
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að Chelsea ætli að hafna öllum lánstilboðum í belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku í sumar. Félagið ætli sér að selja Lukaku og losna við hann af launaskránni.

Chelsea borgaði Inter tæpar 100 milljónir punda fyrir Lukaku sumarið 2021 en eftir það náði hann sér engan veginn á strik.

Hinn 31 árs gamli Lukaku hefur síðustu tvö tímabilin farið á láni til Ítalíu; fyrst til Inter og svo til Roma.

Chelsea vonast til að fá um 37 milljónir punda fyrir Lukaku.

Roma hefur áhuga á sóknarmanninum en getur ekki borgað uppsett verð fyrir hann. AC Milan og Napoli eru einnig áhugasöm. Þá er líka áhugi frá Sádi-Arabíu en spurning hvort Lukaku sé tilbúinn að fara þangað.
Athugasemdir
banner