Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   fim 06. júní 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög óvænt hvaða félag á flesta fulltrúa í enska hópnum
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace.
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Ebere Eze.
Ebere Eze.
Mynd: EPA
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi var tilkynntur í dag. Það er verulega óvænt hvaða félag á flesta fulltrúa í hópnum.

Það er Crystal Palace, liðið sem var hvað heitast undir lokin í ensku úrvalsdeildinni.

Palace á fjóra fulltrúa í hópnum en það eru: Adam Wharton, Dean Henderson, Ebere Eze og Marc Guehi.

Arsenal og Manchester City eiga bæði þrjá fulltrúa í hópnum.

Hvaða félög eiga flesta leikmenn í hópnum?
Crystal Palace: 4
Manchester City: 3
Arsenal: 3
Chelsea: 2
Aston Villa: 2
Liverpool: 2
Newcastle: 2
Manchester United: 2
Bayern Munich: 1
Brentford: 1
Brighton: 1
Everton: 1
Real Madrid: 1
West Ham: 1

Þá eru tólf leikmenn Englands að fara á sitt fyrsta stórmót en það eru:

Lewis Dunk
Joe Gomez
Marc Guehi
Ezri Konsa
Kobbie Mainoo
Adam Wharton
Jarrod Bowen
Eberechi Eze
Anthony Gordon
Ivan Toney
Ollie Watkins
Cole Palmer
Athugasemdir
banner
banner