Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Musonda lét sig hverfa - Ætlaði að skrifa undir í Belgíu
Charly Musonda
Charly Musonda
Mynd: Getty Images
Belgíski leikmaðurinn Charly Musonda hefur æft með Zulte Waregem síðustu vikur og fékk samningstilboð í hendurnar, en ekkert hefur heyrst frá honum síðan.

Musonda er 25 ára gamall vængmaður sem var á mála hjá Chelsea í tíu ár en hann yfirgaf félagið er samningur hans rann út í síðasta mánuði.

Hann spilaði 7 leiki og skoraði 1 mark á tíma sínum hjá Chelsea og spilaði þá einnig með Real Betis, Vitesse og Celtic á láni frá enska félaginu.

Musonda æfði með belgíska félaginu Zulte Waregem í síðasta mánuði og fékk svo samningstilboð í hendurnar, en félagið hefur ekki heyrt í honum síðan og virðist hann hafa horfið að yfirborði jarðar.

„Ég veit það ekki," sagði Eddie Cordier, framkvæmdastjóri Zulte Waregem er hann var spurður hvenær Musonda myndi snúa aftur á æfingar.

„Ég hef ekki hugmynd um hvort hann ætli að koma aftur. Ég veit ekki hvort við munum draga samningstilboðið til baka því hann hefur ekki mætt síðan við lögðum fram tilboðið og það hefur ekki verið neitt samband," sagði Cordier.

Félagið greindi fyrst frá því að Musonda hafi tekið sér frí frá æfingum vegna fjölskylduaðstæðna og að hann myndi snúa aftur og semja við félagið en það lítur ekki út fyrir það eins og staðan er í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner