Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 06. ágúst 2020 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Hoeness um CAS-dóminn: Högg í andlit UEFA
Uli Hoeness, heiðursforseti Bayern München, segir úrskurð íþróttadómstólsins í Lausanne í máli UEFA gegn Manchester City högg í andlit UEFA.

UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára banni frá því að spila í Evrópukeppnum á vegum sambandsins vegna ítrekaðra brota á fjárhagsreglum.

Man City áfrýjaði til íþróttadómstólsins í Lausanne og var niðurstaðan City í hag en Hoeness skildi ekkert í vinnubrögðum UEFA.

„Þegar ég las úrskurðinn frá íþróttadómstólnum og af hverju þeir drógu bannið til baka þá fór ég hugsa hvað væri eiginlega í gangi þarna," sagði Hoeness.

„Þegar allt kemur til alls þá voru rök UEFA afar slök. CAS leit sömu augum á þetta en UEFA náði ekki að koma með haldbær sönnunargögn gegn Man City."

„Ef dómararnir hjá CAS komust að þeirri niðurstöðu að þetta voru slök vinnubrögð hjá UEFA þá þarf ekki að undrast þessa niðurstöðu. Úrskurðurinn var högg í andlit UEFA. Við þurfum að sætta okkur við að Manchester City er áfram í keppninni og það er ekki félaginu að kenna að þetta var illa undirbúið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner