Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. ágúst 2020 09:43
Magnús Már Einarsson
Kosið um fimm skiptingar í Englandi í dag
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeildinni munu hittast á fundi í dag til að ræða næsta tímabil.

Á meðal þess sem verður rætt á fundinum er hvort halda eigi áfram með fimm skiptingar eins og gert var undir lokin á nýliðnu tímabili.

Félögin munu kjósa um það hvort halda eigi fimm skiptingum áfram á næsta tímabili en 14 af 20 félögum verða að kjósa með tillögunni til að hún gangi í gegn.

Líklegra þykir að tillagan verði felld og farið verði aftur í hefðbundnar þrjár skiptingar.

Á fundi dagsins verður VAR einnig til umræðu sem og það hvenær hægt verður að fá áhorfendur aftur á leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner