lau 06. ágúst 2022 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel vill fá fleiri leikmenn í glugganum - „Við erum að vinna í þessu"
Thomas Tuchel á hliðarlínunni í leiknum í kvöld
Thomas Tuchel á hliðarlínunni í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vonast til að fá fleiri leikmenn inn í liðið í þessum glugga en hann segir að félagið er að vinna hörðum höndum að því að bæta við hópinn.

Chelsea hefur fengið Kalidou Koulibaly, Raheem Sterling, Carney Chukwuemeka og Marc Cucurella í þessum glugga en liðið hefur einnig misst marga úr varnarlínunni.

Marcos Alonso mun að öllum líkindum ganga til liðs við Barcelona í næstu viku en hann var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag.

Tuchel vonast til að fá fleiri leikmenn á næstunni. Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, hefur verið orðaður við félagið.

„Ef við getum bætt við okkur þá munum við gera það. Við erum opnir fyrir öllu og við teljum okkur hafa þörf á nýrri orku, nýjum leikmönnu og eitthvað ferskt sem kemur okkur á annað stig."

„Ef ekki, þá munum við nota það lið sem við höfum en ég held við heðum góð not fyrir fleiri leikmenn og meiri gæði. Við erum að vinna í þessu."

„Ég vil ekki setja pressu á okkur en á sama tíma vil ég ekki lækka væntingarnar,"
sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner