Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 06. september 2016 20:28
Þorsteinn Haukur Harðarson
Orri: Bring it on
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að fá þrjú stig og eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að fá þrjú stig," sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Selfossi í Pepsídeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Selfoss

„Við vorum sterkari aðilinn í leiknum og fengum aldeilis færin til að gera út um þetta."

Hvernig horfði jöfnunarmark gestanna við Orra? „Við gefum óþarfa aukaspyrnu þegar ekkert var að gerast og stillum varnarvegg upp 15 metra frá boltanum. Svo var ekki nógu góð dekkning í teignum."

Þrjú stig höfðu farið langt með að tryggja veru FH í deildinni. „Eitt stig er betra en ekki neitt. Það heldur Selfossi enn fyrir neðan okkur en KR vinnur og er á lífi í þessu. Þetta er jafnt og spennandi"

Næsti leikur FH er gegn Fylki og verður sá leikur afar mikilvægur. „Mér lýst vel á þann leik. Stelpurnar líta vel út og það er frábær stemming í hópnum. Þær gefast aldrei upp og hafa líka gaman af þessu svo ég segi bara Bring it on."

Eins og Orri minnist á fékk FH tækifærin til að klára leikinn. „Við gátum klárað færin betur en við erum amk að fá fær. Við getum byggt ofan á það."

Þá segist Orri ekki hafa áhyggjur af því að liðið falli. „Ég hef ekki áhyggjur en er meðvitaður um að við erum í fallbaráttu eins og þessi fimm lið fyrir neðan miðju. Ég hef alltaf haft trú á stelpunum og trúin minnkar svo sannarlega ekki eftir spilamennskuna upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner