Í dag klukkan 16:45 leikur U21-landsliðið gegn Eistlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli.
„Ég er mjög spenntur og það er tilhlökkun að takast á við þetta. Það eru mikilvæg sex stig í boði á næstu dögum og við verðum að taka þau til að eiga einhvern möguleika," segir Júlíus Magnússon, leikmaður U21, en í næstu viku verður svo leikur gegn Slóvakíu.
„Ég er mjög spenntur og það er tilhlökkun að takast á við þetta. Það eru mikilvæg sex stig í boði á næstu dögum og við verðum að taka þau til að eiga einhvern möguleika," segir Júlíus Magnússon, leikmaður U21, en í næstu viku verður svo leikur gegn Slóvakíu.
„Við verðum að passa okkur að fara ekki of graðir í leikina, við verðum að fara rólega í þetta fyrst og sjá hvernig þetta spilast."
„Það er alltaf góð stemning í hópnum og erum vel samstilltir og góðir vinir utan vallar."
Þarf að fara að fá aðalliðsbolta
Júlíus er 20 ára gamall og hefur verið að spila fyrir varalið Heerenveen. Hann var nálægt því að fara á lán en það féll niður á síðustu stundu.
„Ég er ekki alveg nógu nálægt aðalliðinu og því var pirrandi að geta ekki farið á lán. Þeir vildu allavega að ég yrði áfram hjá þeim og það hlýtur að vera eitthvað bak við það. Ég býst við að ég fái einhver tækifæri, í bikarnum eða eitthvað svoleiðis. Ég bíð spenntur. Ég þarf að fá aðalliðsbolta og það heldur áfram að vera markmiðið."
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir
























