Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 06. september 2020 12:00
Fótbolti.net
Guðlaugur Victor kominn til að vera á miðjunni?
Icelandair
Guðlaugur Victor átti frábæran leik.
Guðlaugur Victor átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Guðlaugur Victor er ekkert að fara í hægri bakvörðinn. Hann gerir bara tilkall til þess að standa við hlið Arons Einars á miðjunni á móti Rúmeníu," segir Tómas Þór Þórðason í Innkastinu.

Guðlaugur Victor Pálsson átti frábæran leik á miðjunni þegar Ísland tapaði naumlega 0-1 gegn Englandi í Þjóðadeildinni í gær.

Hann hefur fest sig í sessi sem hægri bakvörður í íslenska landsliðinu en vangaveltur eru uppi um hvort Hamren muni halda honum á miðjunni þegar leikið verður gegn Rúmenum í næsta mánuði, í umspilsleik um að komast á EM alls staðar.

„Magnús Már Einarsson er sammála Tómasi: Gylfi fyrir framan þá og Jói og Birkir á köntunum," segir Magnús og Tómas svarar:

„Ég veit ekkert hvort Birkir byrji í þessum leik gegn Rúmeníu. Ég veit ekkert um það. Guðlaugur Victor var miklu betri en hann í þessum leik og rúmlega það."

Í Innkastinu var farið yfir frammistöðu einstakra leikmanna Íslands og fékk Sverrir Ingi Ingason lof.

„Lárus Orri Sigurðsson fyrrum landsliðsmiðvörður og einn sá harðasti í bransanum setti á Twitter að honum fannst Sverrir maður leiksins. Það er ágætis 'pepp' fyrir Sverri," segir Tómas Þór.
Innkastið - Tapað fyrir Englandi á vítapunktinum
Athugasemdir
banner
banner
banner