Thiago Alcantara, leikmaður Bayern Munchen, hefur ekki tjáð félaginu að hann sé á förum í sumar að eigin sögn.
Thiago er endalaust orðaður við önnur félög þessa dagana og þá sérstaklega Liverpool sem er talið mjög áhugasamt.
Miðjumaðurinn mun spila með spænska landsliðinu í kvöld sem leikur við Úkraínu í Þjóðadeildinni á heimavelli.
Miðað við orð leikmannsins þá er ekki víst að hann sé að kveðja Bayern eins og margir vilja meina.
„Ég hef ekki sagt við neinn að ég sé á förum. Á hverju ári þá segið þið að ég sé að semja við mismunandi félög," sagði Thiago.
„Ég einbeiti mér að næsta leik og það er ekkert til að ræða. Mér er alveg sama og hef engan áhuga á því."
Athugasemdir