Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. september 2022 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Bailly skýtur á Man Utd - „Eiga að gefa öllum leikmönnum tækifæri"
Eric Bailly
Eric Bailly
Mynd: EPA
Fílabeinsstrendingurinn Eric Bailly segir að Manchester United þurfi að breyta stefnu félagsins varði enska leikmenn en hann segir að það taki þá fram yfir aðra leikmenn.

Bailly, sem er enn á mála hjá United, var lánaður til Marseille út þetta tímabil. Marseille mun kaupa hann ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Á síðustu tveimur tímabilum hans með United spilaði hann aðeins 28 leiki í heildina og þá aðeins sjö leiki á síðustu leiktíð.

Hann var alls ekki sáttur við hvernig liðið var valið hjá United en hann segir að félagið kjósi frekar að hafa enska leikmenn í liðinu fram yfir leikmenn frá öðrum löndum.

Það er nokkuð ljóst að hann er þarna að skjóta á valið á Harry Maguire, sem var alltaf tekinn framyfir hann, þrátt fyrir að hafa spilað langt undir getu.

„Félagið ætti að forðast það að hafa Englendinga í uppáhaldi og gefa öllum leikmönnum tækifæri. Félagið ætti að fagna því og hvetja til þess að hafa samkeppni í búningsklefanum og ekki bara að fylgjast með sumum. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að heimamenn séu í forgangi," sagði Bailly.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner