Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. september 2022 18:25
Brynjar Ingi Erluson
„Ef það er einhvern tímann möguleiki á að vinna Hollendinga, þá er það í dag"
Icelandair
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Skjáskot
Það styttist í leik Hollands og Íslands í undankeppni HM en þar er í boði sæti í lokakeppninni sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er sýndur á RÚV, en Íslandi dugir stig til að komast í lokakepnnina og yrði það í fyrsta sinn í sögunni.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Ólafur Kristjánsson ræddu möguleikana og aðstæðurnar hjá Hollandi fyrir leikinn.

„Á þessum tímapunkti fannst mér þær á betri stað en við og svolítið öfugt í dag. Mér finnst við hafa gefið aðeins í en Hollendingarnir eru á aðeins öðrum stað. Bæði skipta og um þjálfara og svo misst tvo leikmenn í aðdraganda leiksins. Ég tel að ef við eigum einhvern tímann möguleika á að vinna Hollendinga þá er það í dag," sagði Ásgerður eftir að þau höfðu horft á stiklu úr fyrri leiknum sem Holland vann á Laugardalsvelli, 2-0.

Margrét Lára var sammála henni og segir að hollenska liðið hafi ekki heillað hana á Evrópumótinu í sumar.

„Já, ég er algjörlega sammála því. Þær heilluðu mig ekkert brjálæðislega mikið í sumar en þó komust upp úr riðlinum. Það hefur verið, eins og Adda kom inná, óstöðugleiki. Nú eru þær komnar með annan þjálfara á rúmu einu ári og það er erfitt. Það er erfitt að feta í fótspor Wiegman sem gerði Englendinga að Evrópumeisturum, frábær þjálfari þar en þær hafa ekki náð þessum stöðugleika sem þær hafa sýnt á síðustu árum. Þá voru þær með lið á frábærum aldri og ungir leikmenn að koma upp. Það hafa verið kynslóðaskipti hjá þeim og var þetta erfitt í sumar með meiðsli, covid og það blandast inn í þetta allt saman."

„Auðvitað vilja þær komast á HM og komust í úrslitaleik á síðasta móti. Við erum líka á góðu róli og tel okkur eiga ansi góða möguleika í dag."

Andries Jonker tók við liði Hollands á dögunum en Ólafur segir þetta ekki kjöraðstæður fyrir þjálfara að koma inn í liðið og fara beint í úrslitaleik.

„Það er ekkert sérstaklega góður undirbúningur að fara beint í svona úrslitaleik. Eins og stelpurnar komu inná var Evrópumótið í sumar vonbrigði og þær spiluðu ekkert sérstaklega vel, en það er voða lítið sem hann getur breytt með áherslur og slíkt annað en þetta eru ekki kjöraðstæður fyrir þjálfara en það er ekkert annað í boðið. Hann verður sníða sér sinn stakk eftir þeim vexti," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner