Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Chelsea ekki hafa gert neitt til að halda Rudiger
Antonio Rüdiger
Antonio Rüdiger
Mynd: Getty Images
Saif Rubie, umboðsmaður Antonio Rüdiger, segir að Chelsea hafi ekki gert neitt til að reyna að halda leikmanninum áfram á Englandi.

Rubie, sem er einn umdeildasti umboðsmaður Bretlandseyja, sá um viðræður Rüdiger við Real Madrid, en hann kom þangað á frjálsri sölu frá Chelsea.

Leikmaðurinn var ánægður hjá Chelsea og var meira en til í að vera áfram en félagið gerði hins vegar ekkert til að reyna að halda í hann og ákvað hann því að leita annað.

„Hvað ef ég myndi segja ykkur það að Chelsea og fyrrum eigendur félagsins gerðu svo gott sem ekkert til að halda leikmanninum. Hann var mjög ánægður hjá Chelsea á þessum tíma og var til í að vera áfram og mögulega gerast fyrirliði félagsins en Chelsea bauð honum helminginn af því sem Romelu Lukaku var að þéna," sagði Rubie í viðtali við talkSport.

Því var hafnað og fór það því þannig að Rüdiger gekk í raðir Real Madrid en hann hafði verið á mála hjá Chelsea í fimm ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner