Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 06. september 2023 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 19. umferðar - Þróttarar gengu á lagið
Katie Cousins var best í sigri Þróttar á Breiðabliki.
Katie Cousins var best í sigri Þróttar á Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós var frábær í sigri Vals á Þór/KA.
Berglind Rós var frábær í sigri Vals á Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Andrea Mist er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin eftir tvískiptingu í Bestu deild kvenna kláraðist í gær eftir að hafa byrjað síðasta fimmtudag. Það er svo sannarlega löng umferð að baki.

Þróttur á flesta fulltrúa í liðinu eftir að hafa burstað Breiðablik og komið sér þannig nær þeim í baráttunni um annað sæti deildarinnar, sem veitir þátttöku í Meistaradeildinni á næsta tímabili.



Þróttur vann 0-4 sigur og þar var Katie Cousins maður leiksins. Tanya Boychuk og María Eva Eyjólfsdóttir voru einnig frábærar, eins og allt Þróttaraliðið. Íris Dögg Gunnarsdóttir var góð í markinu og Nik Chamberlain er þjálfari umferðarinnar.

Valur færði sig þá nær Íslandsmeistaratitlinum með stórsigri gegn Þór/KA á heimavelli, 6-0. Amanda Andradóttir fór á kostum og voru Ásdís Karen Halldórsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir einnig mjög góðar.

Stjarnan er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Breiðabliki, í kjölfarið á sigri gegn FH. Andrea Mist Pálsdóttir var best í leiknum og Málfríður Erna Sigurðardóttir átti einnig góðan leik.

Þá eru Olga Sevcova úr ÍBV og Beatriz Parra Salas úr Tindastóli einnig í liði umferðarinnar.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Sterkasta lið 16. umferðar - Skórnir komu af hillunni
Sterkasta lið 17. umferðar - Valur stingur af og lífsnauðsynleg stig hjá Keflavík
Sterkasta lið 18. umferðar - Er komin í landsliðsklassa
Heimavöllurinn: Sigurreifar í Meistaradeild á meðan Selfyssingum svíður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner