William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   fös 06. september 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Ben: Allar líkur á að Gylfi byrji
Icelandair
Gummi Ben.
Gummi Ben.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór.
Gylfi Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Benediktsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gummi varð fimmtugur í vikunni og lýsir í kvöld leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Mikilvægir leikmenn hafa dottið úr íslenska hópnum eftir að hann var tilkynntur. Sverrir Ingi Ingason getur ekki tekið þátt og Hákon Arnar Haraldsson brotnaði á landsliðsæfingu í vikunni.

Fjarvera Hákonar ýtir undir líkurnar á því að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, verði í byrjunarliðinu.

„Ég held það séu allar líkur á því (að Gylfi byrji). Mér finnst líklegt, fyrst að hann (Age Hareide) var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann til að spila honum. Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons, (að Gylfi byrji). Mér finnst líklegt að hann (Hareide) verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan fyrir aftan, byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það," sagði Gummi.

Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gummi ræðir meira um leikinn og um mikilvægi Þjóðadeildarinnar sem lesa má meira um í hlekknum hér að ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
2.    Wales 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
3.    Ísland 2 1 0 1 3 - 3 0 3
4.    Svartfjallaland 2 0 0 2 1 - 4 -3 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner